Grænþvottur
Það þegar fyrirtæki, stofnanir, stjórnvöld eða stjórnmálaflokkar nota auglýsingabrellur, jafnvel hálfsannleik, blekkingar og lygar til að segjast vera umhverfisvænni en þau eru í raun og veru.
Uppruni
Við leit á Google finnast dæmi frá 2011.
Elsta dæmið á timarit.is er úr Morgunblaðinu 18. ágúst 2003.
Dæmi um notkun
„Grænþvottur á sér stað þegar þeirri ímynd er haldið á lofti að eitthvað sé umhverfisvænna en það raunverulega er.“
(Landvernd: Hvað er grænþvottur? 4 ráð við grænþvotti frá Landvernd)