Fleirihluti
Þýðing á enska orðinu „plurality“, þar sem einhver hefur flest atkvæði en ekki hreinan meirihluta.
Stærsti hluti einhvers hóps, en ekki hreinn meirihluti hans.
Uppruni
Nokkur dæmi eru um orðið á árunum 1889-1904, skv. Tímarit.is.
Orðið var svo vakið upp aftur í nóvember 2022.
Dæmi um notkun
„Auk þess ættu ákvæðin um framboðsgjald að hafa þau áhrif, að atkvæði færu síður á dreif. Í þeim enskumælandi löndum, sem hafa þessa kosningaaðferð, er að eins heimtaður fleirihluti (pluralitet) en ekki meirihluti (majoritet) til kosningar.“