Fagurfimi
Íslensk þýðing á orðinu Calisthenics.
Enska orðið kemur úr grísku:
- Calis = kállos (κάλλος) = fegurð.
- Thenics = sthenos (σθένος) = styrkur.
Fagurfimi er afbrigði af fimleikum, en ekki það sama. Við æfingar í fagurfimi er eigin líkamsþyngd notuð til styrkingar á líkamanum. Hægt er að stunda hana hvar sem er, bæði inni og úti. Hún krefst þess ekki að notuð séu áhöld eða hjálpartæki, s.s. stangir eða hringir, þó að það megi.
Uppruni
Orðið kom fyrst fram í febrúar 2023.
Upphafsmaður þess er Kristinn Viðar Þorbergsson.
Dæmi um notkun
Ég æfi fagurfimi.
Ég hef gaman af því að fylgjast með afreksfólki í fagurfimi.