Djúpfölsun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Breyting á mynd, myndbandi eða hljóðupptöku, yfirleitt með aðstoð stafrænnar tækni, s.s. gervigreindar. Afurð breytinganna getur orðið svo sannfærandi að það getur virst sem um upprunalega, ófalsaða mynd eða upptöku sé að ræða.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi um orðið frá 2019.

Elsta dæmið á prenti skv. Tímaritavefnum er í DV 27. september 2019.

Dæmi um notkun

„Tækin þróast á hraða ljóssins og gervigreind er orðin hluti af daglegu lífi margra. Gervigreind er notuð í svokallaða djúpfölsun en þá er andliti einnar manneskju skeytt á hreyfimynd af annarri.“

(Vísir, 7. desember 2022: Djúpfölsuð myndbönd að verða vandamál og stjörnurnar farnar að birtast í erótískum senum).

Djúpfalsað atriði úr áramótaskaupinu 2023.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni