Smitskömm

Skömm eða skömmustutilfinning yfir því að vera smitaður/smituð af covid-19-veirunni.

Smitskömm2020-04-13T15:02:55+00:00

Kórónotatilfinning

Ónotatilfinning vegna Covid-19-veirunnar (kóróna-veirunnar) og ástands sem skapast vegna hennar.

Kórónotatilfinning2020-04-13T15:05:21+00:00

Sótthvíld

Hvíld frá umræðum um smitsjúkdóma og Covid-19-veiruna og frá ástandi sem skapast vegna þessara hluta.

Sótthvíld2020-04-11T17:54:29+00:00

Lyngvist

Hvíld sem maður teku á göngu eða við útivist úti í náttúrunni, umvafinn berjalyngi.

Lyngvist2020-04-10T23:38:52+00:00

Sóttkví

Úrræði sem beitt er til að hefta útbreiðslu smitsjúkdóms.

Sóttkví2020-04-01T20:59:26+00:00

Kínakveisa

Íslensk þýðing á sjúkdómi sem veiran Covid-19 veldur. Sjúkdómurunn varð að heimsfaraldri í mars 2020.

Kínakveisa2020-03-21T23:42:13+00:00

Millimatarstika

Lítil stika eða skilrúm sem sett er á milli innkaupa á færibandi við afgreiðslukassa í matvörubúðum.

Millimatarstika2019-10-31T16:24:11+00:00

Farveita

Þjónustufyrirtæki sem selur fólki far með bíl í gegnum smáforrit (app) eða vefsíðu. Með appinu komast farþegar í beint samband við bílstjóra og geta borgað fyrir farið.

Farveita2019-10-31T16:05:51+00:00

Hamfarahlýnun

Hlýnun loftslags af mannavöldum, sem veldur náttúruhamförum, s.s. hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar og meiri öfgum í veðurfari.

Hamfarahlýnun2019-10-18T22:53:39+00:00
Go to Top