Heilalím
Lag sem festist auðveldlega í huganum, þannig að maður er sífellt að raula það, bæði upphátt og í huganum.
Lag sem maður fær á heilann.
Uppruni
Elsta dæmið um orðið á prenti er úr DV/Fókus 20. október 2000.
Dæmi um notkun
„Í byrjun sumars fengum við að heyra fyrsta lag plötunnar, Ættarmót og nú er farið af stað lagið Hananú sem er algjört heilalím.“
(Recordrecords.is: Pollapönk sendir frá sér Aðeins Meira Pollapönk)