Veganúar
Tíminn eftir jól og áramót þegar fólk er hvatt til þess að prófa að gerast grænkerar (e. vegan) í einn mánuð, þ.e. í janúar.
Sett saman úr orðunum vegan (ísl. grænkeri) og janúar.
Uppruni
Orðið var fyrst notað um miðjan annan áratug 21. aldar, í kjölfar þess að veganuary-hreyfingin tók til starfa, árið 2014.
Dæmi um notkun
Góður undirbúningur er lykill að árangri og hugmyndir að spennandi máltíðum gera Veganúar bæði auðveldari og ljúffengari.
(– Veganuar.is)