Pabbamein
- Krabbamein sem karlmenn (feður) greinast með þegar þeir eru komnir yfir fimmtugt.
- Íslensk þýðing á orðinu Daddy issues. Hegðun eða tilfinning sem getur þróast með fólki (einkum konum) sem hefur átt óeðlilegt, erfitt eða ekki nógu gott samband við föður sinn í æsku. Getur birst í óheilbrigðri kynferðislegri löngun til (eldri) karlmanna sem hegða sér í samræmi við föðurímyndina.
Uppruni
Í merkingu nr. 1 kom orðið fyrst fram í nóvember 2021, í tengslum við átak Krabbameinsfélagsins.
Í merkingu nr. 2 eru til dæmi um orðið frá árinu 2020. DV: Íslendingar keppast um að þýða „daddy issues“ – Þetta sló í gegn.
Dæmi um notkun
„Í tengslum við feðradaginn á morgun, sunnudaginn 14. nóvember, hvetur Krabbameinsfélagið feður til að fara inn á pabbamein.is og kynna sér helstu einkenni krabbameina og fara strax til læknis ef einkenna verður vart.