Viftuskrif
Skáldskapartexti skrifaður af aðdáendum skáldaðra frásagna, t.d. bóka, sjónvarpsþátta eða bíómynda.
Í textanum koma fram sömu persónur og úr upphaflegu sögunni, á hvaða formi sem hún er.
Þýðing á enska orðinu Fanfiction.
(Fan getur bæði þýtt aðdáandi og vifta)
Uppruni
Fyrst heyrt í febrúar 2025. Höfundur/upphafsmaður orðsins er ekki þekktur.
Dæmi um notkun
Þessi texti er viftuskrif upp úr Harry Potter. Sagan gerist eftir að síðustu bókinni lýkur.