Móthygð
Stefna eða skoðun sem gengur út á það að vera á móti einhverju eða sýna einhverju lítinn áhuga. Vera sama um eitthvað.
Andheiti við samúð.
Uppruni
Elsta dæmið um orðið á prenti, samkvæmt Tímaritavefnum er frá 1913.
Dæmi um notkun
„Jafnvel útlit próftakans sjálfs ræður stundum miklu um örlög hans til heilla eða óheilla, eftir því hvort það vekur samkend eða móthygð dómaranna.“