Leikbreytir
Ný uppfinning eða hlutur (eða persóna) sem breytir núverandi aðstæðum. Hefur t.d. í för með sér miklar tækniframfarir, áhrif eða breytingar til góðs. Veldur miklum framförum í vinnu, leik eða athöfnum.
Íslensk þýðing á hugtakinu Game changer.
Uppruni
Fyrsta dæmið á prenti, skv. Tímaritavefnum er frá 18. nóvember 2016.
Dæmi um notkun
„Botninn er skorinn þannig að hægt er að halda um glasið án þess að káma sjálfan belginn út með fingraförum og sérstök hönnun innan í botni Norlan-glassins gerir það að verkum að ilmur og bragð finnst af viskíinu sem önnur glös ná ekki að magna upp. Mögulegur leikbreytir þarna á ferð.“