Flokkunarkvíði
Kvíði eða áhyggjur yfir því að vera ekki með rusl rétt flokkað þegar því er skilað á endurvinnslustöðvar.
Flokkunarkvíði getur jafnvel orðið það mikill að menn sleppa því að flokka ruslið og henda því frekar í almennan úrgang.
Uppruni
Við leit á Google finnast dæmi um orðið frá 2008.
Orðið var svo áberandi í mars 2023, þegar sagt var frá því að flokka þyrfti plast í fjóra flokka áður en komið væri með það til endurvinnslu.
Dæmi um notkun
„Það er verið að æra óstöðuga Íslendinga þessa dagana – og það jafnvel í þeirra heimahúsum. Flokkun úrgangs er nefnilega að verða svo óhemju flókin að búast má við því að stórir flokkar manna muni glíma við flokkunarkvíða á næstu misserum og árum.“
Er flokkunarkvíði eitthvað ? Maður vill alveg gera vel en þetta er bara farið að verða svolítið flókið ofan á allt í lífinu. Svo eigum við líka að skila skattaskýrslu núna og og … pic.twitter.com/ufOl1SOM8I
— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) March 12, 2023