Liprunarbréf
Bréf sem borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins gefur út á hættutímum, til dæmis á farsóttartímum.
Bréfinu er ætlað að greiða fyrir för ferðamanna til landsins ef þeir þurfa að millilenda á erlendum flugvöllum.
Uppruni
Orðið komst í fréttir 9. september 2021.
Það var líklega fyrst notað fyrr á sama ári í Skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.
Dæmi um notkun
„Var brugðið á það ráð að gefa út svokölluð liprunarbréf sem staðfestu heimild viðkomandi einstaklings til að koma til landsins. Áður en yfir lauk urðu liprunarbréfin á þriðja þúsund en útgáfu þeirra var að mestu hætt í byrjun september.“
(Úr Skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál).