Skinka

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Stúlka eða ung kona (af verkamannastétt) sem hugsar mikið um útlitið, litar hárið, notar brúnkukrem (tankrem) eða fer í ljós, málar sig mikið og klæðist þröngum, efnislitlum fötum, jafnvel þannig að sést í brjóstaskoruna.

Karlkyns útgáfa af skinku er hnakki.

Uppruni

Líklega sótt úr enska orðinu skank og/eða danska orðinu skinke.

Hefur verið þekkt frá miðjum fyrsta áratug 21. aldarinnar, og jafnvel lengur – teygir sig líklega til áranna í kringum 1995.

Sá fyrsti til að nota orðið á Íslandi mun vera útvarpsmaðurinn Þorsteinn Hreggviðsson (Þossi), á X-inu 977 og á Rás 2.

Skilgreining á skinku á Moggablogginu 2008.

RÚV: Leitin að uppruna skinkunnar.

Dæmi um notkun

Spurning hvort það að vera „skinka“ sé ekki bara orðið töff?

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni