Klukkuþreyta

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Þreyta og svefnleysi sem stafa af því að menn fara of seint að sofa og vakna of snemma á virkum dögum.

Klukkuþreyta er nefnd í árlegum umræðum í svartasta skammdeginu á Íslandi, þegar rætt er um hvort seinka eigi klukkunni til að fjölga birtustundum á morgnana yfir veturinn.

Uppruni

Elsta heimild sem fundist hefur um orðið er úr Morgunblaðinu 9. janúar 2014.

Dæmi um notkun

„Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn.“

(Stjórnarráð Íslands: Leggja til leiðréttingu klukku til samræmis við gang sólar)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni