Klukkuþreyta
Þreyta og svefnleysi sem stafa af því að menn fara of seint að sofa og vakna of snemma á virkum dögum.
Klukkuþreyta er nefnd í árlegum umræðum í svartasta skammdeginu á Íslandi, þegar rætt er um hvort seinka eigi klukkunni til að fjölga birtustundum á morgnana yfir veturinn.
Uppruni
Elsta heimild sem fundist hefur um orðið er úr Morgunblaðinu 9. janúar 2014.
Dæmi um notkun
„Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn.“
(Stjórnarráð Íslands: Leggja til leiðréttingu klukku til samræmis við gang sólar)