Kulnun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Vanlíðan, þreyta eða langvinn streita tengd starfi eða áhugamáli. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna og skortur á slökun. Oft líka gleði- eða áhugaleysi yfir starfi og því sem áður var ánægjulegt.

Uppruni

Hugtakið „kulnun í starfi“ hefur verið þekkt a.m.k. síðan árið 2007, en hefur verið áberandi í daglegri umræðu og auglýsingum frá og með árunum 2017-2019.

Íslensk þýðing á hugtakinu burnout.

Dæmi um notkun

„Kulnun er ekki sjúkdómur heldur samsafn einkenna sem benda til þess að viðkomandi hafi lengi glímt við ofstreitu í starfi og sú streita sé nú farin að hafa alvarleg áhrif á vinnugleði og líðan.“

(persona.is)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.