Hnakki

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Strákur eða ungur karlmaður sem hugsar mikið um útlitið, stundar reglulega líkamsrækt, fer í ljós eða notar brúnkukrem (tankrem), litar e.t.v. hárið, keyrir um á stífbónuðum breyttum fólksbíl og hlustar á útvarpsstöðina FM-957.

Kvenkyns útgáfa af hnakka er skinka.

Uppruni

Einar Ágúst Víðisson hefur verið sagður höfundur orðsins. Aðrir segja að Barði Jóhannsson sé höfundur þess.

(Vísir: Einari Ágústi eignaður FM-hnakkinn).

Dæmi um notkun

„Mig langar bara að vera í ljótum fötum og ég hef mikið verið að reyna að líta út eins og 2007-hnakki.“

(–Vísir.is: Langar til að líta út eins og 2007-hnakki).

Er Auðbjörn fyrsti íslenski hnakkinn?

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni