Bumbubúi

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Fóstur.
Ófætt barn.

Mest notað á samfélagsmiðlum þegar verðandi foreldrar segja frá því að þau eigi von á barni.

Uppruni

Höfundur orðsins gæti verið Pétur Þorsteinsson; elsta dæmið um orðið á Tímarit.is birtist a.m.k. í viðtali við hann í DV 11. janúar 1997.

Orðið fór svo á flug í byrjun 21. aldar, með aukinni notkun á bloggi (t.d. á Barnaland.is) og síðar Facebook og öðrum samfélagsmiðlum.

Dæmi um notkun

Það tilkynnist hér með opinberlega að það er einn lítill bumbubúi á leið í heiminn í febrúar.

Nútíminn: Sjö hræðileg orð sem við þurfum að hætta að nota strax: „Ertu eitthvað pirripú?“

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni