Brúðkaupsfínn

  • Lýsingarorð

Orð sem brúðkaupsgestir (eða brúðhjón) nota til að segja frá því á samfélagsmiðlum að þeir séu staddir í brúðkaupi eða í brúðkaupsveislu.

Yfirleitt notað sem skýringartexti við sjálfur af spariklæddu fólki, sem birtar eru á samfélagsmiðlum.

Forskeytinu brúðkaups- má skipta út fyrir t.d. afmælis-, útskriftar-, eða hvert sem tilefni sjálfsmyndatökunnar er.

Dæmi um notkun

„Skvísan orðin brúðkaupsfín.“

Brúðkaupsfínn

Brúðkaupsfín hjón.

Mynd: Wikipedia

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni