About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 192 blog entries.

Spilliefni

Orð sem geta eyðilagt spennu fyrir þeim sem vita ekki hvað gerist í tilteknum söguþræði, t.d. í bók, kvikmynd eða sjónvarpsþætti.

Spilliefni2019-10-31T23:39:55+00:00

Draumastígur

Gönguleið eða troðningur sem liggur utan skilgreindrar gönguleiðar (t.d. yfir grasflöt en ekki á gangstétt), en er svo áberandi troðin að flestir nota hana frekar en að ganga opinberu leiðina.

Draumastígur2019-10-31T23:25:37+00:00

Millimatarstika

Lítil stika eða skilrúm sem sett er á milli innkaupa á færibandi við afgreiðslukassa í matvörubúðum.

Millimatarstika2019-10-31T16:24:11+00:00

Farveita

Þjónustufyrirtæki sem selur fólki far með bíl í gegnum smáforrit (app) eða vefsíðu. Með appinu komast farþegar í beint samband við bílstjóra og geta borgað fyrir farið.

Farveita2019-10-31T16:05:51+00:00

Hamfarahlýnun

Hlýnun loftslags af mannavöldum, sem veldur náttúruhamförum, s.s. hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar og meiri öfgum í veðurfari.

Hamfarahlýnun2019-10-18T22:53:39+00:00

Flugskömm

Skömm eða samviskubit (flugviskubit) sem flugfarþegar fá yfir því að ferðast með flugvél, vegna slæmra umhverfisáhrifa frá flugferðum.

Flugskömm2019-10-17T23:14:17+00:00

Kulnun

Kulnun Nafnorð | Kvenkyn Vanlíðan, þreyta eða [...]

Kulnun2019-10-17T23:01:40+00:00

Avókadóslys

Slys af völdum óvarlegrar meðhöndlunar á avókadó (lárperu). Slysið felst í því að menn skera sig í fingur eða lófa þegar verið er að skera ávöxtinn niður.

Avókadóslys2019-09-27T14:05:02+00:00

Lífskjaraflóttamaður

Sá eða sú sem flýr undan lífskjörum sínum, í leit að betra lífi á öðrum stað, oft í öðru landi.

Lífskjaraflóttamaður2019-09-25T00:45:04+00:00

Lífskjaraflótti

Flótti undan lífskjörum, þegar farið er í leit að betra lífi á öðrum stað, oft í öðru landi

Lífskjaraflótti2019-09-25T00:46:00+00:00