About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 223 blog entries.

Skrifstofufárviðri

Gott veður. Blíðviðri. Sumar og sól. Veður sem skrifstofufólk vill vera úti frekar en inni að vinna.

Skrifstofufárviðri2020-08-08T16:20:55+00:00

Heimkomusmitgát

Aðgát sem íslenskir ríkisborgarar verða að sýna í fjóra til fimm daga eftir að hafa komið heim frá útlöndum og hafa farið í sýnatöku á landamærum við heimkomu.

Heimkomusmitgát2020-08-08T15:40:56+00:00

Drægnikvíði

Drægnikvíði Nafnorð | Karlkyn Áhyggjur eða kvíði [...]

Drægnikvíði2020-08-08T10:23:13+00:00

Fjartý

Partý eða gleðskapur sem haldið er með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Fjartý2020-06-04T16:13:55+00:00

Fordæmalaus

Einhver (eða eitthvað) sem á sér ekki hliðstæðu, er áður óþekkt eða hefur aldrei gerst áður.

Fordæmalaus2020-06-04T11:32:29+00:00

Kófið

Tímabilið frá byrjun mars fram í miðjan maí 2020, þ.e. tímabilið þar sem Covid-19-faraldurinn (kórónaveirufaraldurinn) stóð sem hæst á Íslandi.

Kófið2020-06-04T10:53:59+00:00

Rafskúta

Rafmagnshlaupahjól. Hlaupahjól sem er knúið áfram af rafmagnsmótor. Orðhlutinn -skúta er hljóðlíking af enska orðinu scooter.

Rafskúta2020-05-24T03:07:41+00:00

Viðtalsbil

Bil eða fjarlægð milli fólks meðan það talar saman. Samskiptafjarlægð

Viðtalsbil2020-05-16T13:05:36+00:00
Go to Top