Orðabókin

About Orðabókin

This author has not yet filled in any details.
So far Orðabókin has created 163 blog entries.

Bindyndi

Erótísk ástarathöfn eða kynlífsathöfn sem felur í sér bindi- og drottnunarleiki. Íslenskt orð yfir BDSM.

Bindyndi2019-05-12T12:34:55+00:00

Þunnudagur

Dagurinn eftir (of mikla) áfengisdrykkju, sem menn nota til að slaka á, jafna sig og ná úr sér áfengisvímunni.

Þunnudagur2019-05-04T21:54:05+00:00

Skólaforðun

Hegðun grunnskólabarna, sem felst í því að forðast skólann, s.s. skrópa, hegða sér á ákveðinn hátt þegar þau eiga að mæta eða eiga í erfiðleikum með að vera í skólanum.

Skólaforðun2019-05-01T00:37:26+00:00

Flugviskubit

Samviskubit sem flugfarþegar fá yfir því að ferðast með flugvél, vegna slæmra umhverfisáhrifa frá flugferðum.

Flugviskubit2019-04-27T01:30:38+00:00

Snillimynd

Vel heppnuð eða vel gerð mynd (ljósmynd, málverk eða kvikmynd). Verkfæri leikskólakennara við að kortleggja greindir barna á ýmsum sviðum.

Snillimynd2019-04-25T00:24:33+00:00

Slabblabb

Göngutúr,  yfirleitt að vetrarlagi, í slyddu og/eða rigningu, þar sem óhjákvæmilegt er að þurfa að vaða í blautum snjó.

Slabblabb2019-04-20T03:18:02+00:00

14. þáttur

14. þáttur http://hladvarp.ordabokin.is/wp-content/uploads/2019/04/malfarslogreglan_14.mp3 Í þetta [...]

14. þáttur2019-04-19T04:56:23+00:00