Umferðarklám

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Frétt sem skrifuð er á fréttavef eða vefmiðil í þeim eina tilgangi að auka umferðina á vefnum. Oft ómerkileg frétt um lítið atriði. Fyrirsögnin krefst athygli lesenda og fær þá til að vilja smella á hana til að lesa meira.

Dæmi um umferðarklám:

Hún fór út í búð. Þú trúir því aldrei hvað leyndist í innkaupapokanum.

Uppruni

Líklega fyrst notað í júlí 2019. Upphafsmaður þess er Þórður Snær Júlíusson.

Dæmi um notkun

„Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám.“

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.