Umferðarklám
Nafnorð | Hvorugkyn
Frétt sem skrifuð er á fréttavef eða vefmiðil í þeim eina tilgangi að auka umferðina á vefnum. Oft ómerkileg frétt um lítið atriði. Fyrirsögnin krefst athygli lesenda og fær þá til að vilja smella á hana til að lesa meira.
Dæmi um umferðarklám:
Hún fór út í búð. Þú trúir því aldrei hvað leyndist í innkaupapokanum.
Uppruni
Líklega fyrst notað í júlí 2019. Upphafsmaður þess er Þórður Snær Júlíusson.
Þetta er sirka botninn. Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám. https://t.co/U2c0mFBjYP
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) 19 July 2019
Dæmi um notkun
„Beituvefur eltir dæmdan mann sem sinnir afplánun á röndum, tekur af honum myndir, birtir upplýsingar um gerð bifreiðar móður hans og heimilisfang hennar. Erindið er ekkert. Eini tilgangurinn er umferðarklám.“
Skyld orð
Vantar eitthvað?
Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.
Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.