Þjóðvæling

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Frétt eða frásögn af einhverju sem fær þjóðina (eða stóran hluta hennar) til að væla opinberlega, t.d. á samfélagsmiðlum eða í athugasemdakerfum fréttavefja.

Þarf ekki að vera mikið eða stórt tilefni. Getur t.d. fjallað um athöfn, aðgerð, atburð, hegðun, orð eða framkomu fólks.

Uppruni

Kom fyrst fram í lok janúar 2019.

Dæmi um notkun

Ég nenni ekki lengur að lesa fréttir á netinu. Þjóðvæling Íslendinga er orðin allt of mikil.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni