Tengja

  • Sagnorð

Eiga auðvelt með að setja sig í spor annarra eða að sjá fyrir sér aðstæður sem einhver annar/önnur er í.

Einkum notað í umræðum á samfélagsmiðlum í þessari merkingu.

Dæmi um notkun

A: Er búin að vera á flugvellinum síðan klukkan hálfsjö í morgun. Flugi frestað um næstum því fjóra tíma! Frekar pirrandi.

B: Tengi. Lenti sjálfur í þessu í vor. Alveg óþolandi.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.