Svifryk

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Smáar rykagnir í föstu formi og vökvaformi, minni en 10 míkrómetrar (µm). Ýmist orðnar til af náttúrulegum völdum eða mannavöldum.

Svifryk var mikið í umræðunni í kringum sveitarstjórnarkosningarnar 2018, einkum í Reykjavík.

Vísindavefurinn: Hvað er svifryk?

Uppruni

Elsta prentaða heimild sem fundist hefur um orðið er úr Tímanum 10. apríl 1970.

Dæmi um notkun

Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur.

(Vísir.is: Svifryk í Reykjavík yfir heilsuverndarmörkum)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni