Sporlof
Frí sem fólk tekur sér í heimabyggð sinni eða nágrenni hennar.
Fólk lifir þá sem ferðamenn nálægt heimabyggð sinni og nýtur þess sem nærumhverfið hefur upp á að bjóða. Þarf bara að taka nokkur spor til að komast í orlof.
Íslensk þýðing á orðinu Staycation.
Uppruni
Hefur verið þekkt frá vorinu 2021.
Orðið vann í nýyrðasamkeppni Reykjavíkurborgar um íslenskt orð yfir enska orðið Staycation.
Höfundur orðsins er Jón Oddur Guðmundsson.
Dæmi um notkun
„Tíminn mun leiða í ljós hvort nýyrðið sporlof festi sig í sessi. Flest getum við þó sameinast um þá ósk að sporlofið sjálft geri það ekki.“
(Sif Sigmarsdóttir: Heimakærir Heimspekingar. Fréttablaðið 26. júní 2021).
Sporlof er nýtt orð yfir orlof í nærumhverfi 🙂 #miðborginokkar #sumarborgin https://t.co/vXGUK0DEyg pic.twitter.com/ReMThRgSrl
— Reykjavík (@reykjavik) May 25, 2021