Sófariddari

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem á jeppa, en notar hann ekki.

Er aftur á móti dugleg(ur) að gefa öðrum jeppaeigendum ráðleggingar, og þá aðallega á netinu, sitjandi fyrir framan tölvuskjáinn.

Uppruni

Við leit á Google finnast dæmi um orðið allt frá 2009.

Upphafsmaður þess er óþekktur.

Dæmi um notkun

Hvernig jeppamaður ert þú?

Algjör sófariddari, á jeppa en nota hann ekki. Er duglegur að gagnrýna aðra í gegn um tölvuna.

(jeppaspjall.is)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.