Smellaeltir

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Lag sem tónlistarmenn eða hljómsveitir gefa út til að fylga eftir vinsældum fyrra lags (einsmellungs). Það nær hins vegar aldrei viðlíka vinsældum. Oft falla viðkomandi tónlistarmenn eða hljómsveitir í gleymsku skömmu eftir útgáfu smellaeltisins.

Uppruni

Dæmi finnast um orðið allt frá 2015. Það virðist fyrst og fremst hafa verið notað á Rás tvö, skv. leit á Google. Höfundur er ekki kunnur, en ef til vill er það Snorri Sturluson fyrrverandi fjölmiðlamaður, eins og með Einsmellunginn.

Dæmi um notkun

„Færri þekkjar orðið „smellaeltir“ en það orð notum við yfir lögin sem komu á eftir stóra smellinum, lögin sem reyndu en náði ekki alla leið“.

(ruv.is: Hvað er smellaeltir? Partýleikur í kvöld)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni