Slaufunarmenning

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Íslensk þýðing á hugtakinu Cancel-culture.

Það þegar hópar eða samfélög útskúfa einstaklingum eða hætta að hlusta á þá og taka mark á þeim vegna sjónarmiða, skoðunar, eða hegðunar.

Uppruni

Orðið kom líklega fram um 2019-2020. Upphafsmaður þess er ekki þekktur.

Það var í umræðu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum í febrúar og mars 2021.

Dæmi um notkun

„Í þættinum var „slaufunarmenningu“ (e. cancel-culture) lýst og því hvernig persónulegar skoðanir höfundarins Rowling urðu til þess að margir vilja „slaufa“ verkum hennar um galdrastrákinn Harry Potter.“

(dv.is 5. mars 2021: Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.