Slaufunarmenning

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Íslensk þýðing á hugtakinu Cancel-culture.

Það þegar hópar eða samfélög útskúfa einstaklingum eða hætta að hlusta á þá og taka mark á þeim vegna sjónarmiða, skoðunar, eða hegðunar.

Uppruni

Orðið kom líklega fram um 2019-2020. Upphafsmaður þess er ekki þekktur.

Það var í umræðu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum í febrúar og mars 2021.

Dæmi um notkun

„Í þættinum var „slaufunarmenningu“ (e. cancel-culture) lýst og því hvernig persónulegar skoðanir höfundarins Rowling urðu til þess að margir vilja „slaufa“ verkum hennar um galdrastrákinn Harry Potter.“

(dv.is 5. mars 2021: Einar Kára og Margrét Tryggva takast á um „slaufunarmenningu“ – „Myndi hlusta á dætur þínar og eyða þessu“)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni