Skírlífsbeddi

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Rúm sem ætluð eru keppendum á Ólympíuleikunum í París 2024. Rúmin eru úr pappa, til að auðvelda endurvinnslu á þeim eftir leikana.

Sagt er að þau hafi verið smíðuð til að þola bara eina manneskju og hönnuð til að koma í veg fyrir kynsvall meðal keppenda á leikunum.

Uppruni

Heyrt á Rás 2 í lok júlí 2024.

Upphafsmaður orðsins er ókunnur, enn sem komið er.

Keppendur á Ólympíuleikunum afsanna sögusagnir um að skírlífsbeddarnir þoli lítið hnjask:

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni