Sjomli
Afbökun á orðinu gamli. Vísar samt ekki endilega til aldurs.
Notað bæði um karla og konur. Getur merkt eitthvað af eftirtöldu:
- Félagi.
- Vinur.
- Töffari.
- Flottur gaur.
Einnig þekkist rithátturinn sjomleh.
Uppruni
Varð vinsælt árið 2011, eftir að lag Friðriks Dórs, Auðuns Blöndals og Sveppa, Sjomleh, kom út.
Ekki vitað nákvæmlega hvenær var byrjað að nota orðið.
Dæmi um notkun
Sjomli er mættur, alls ekki hættur, kominn í sjomlagír, er ferskur og nýr.
Friðrik Dór, Auðunn Blöndal og Sveppi: Sjomleh: