Rúmstokksritskoðun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Það þegar foreldrar, kennarar eða aðrir uppalendur breyta barnabókum sem þau lesa fyrir börnin, ýmist áður en eða um leið og þær eru lesnar. Strika t.d. yfir setningar, breyta nöfnum eða orðalagi, taka út orð eða breyta söguþræðinum.

Uppruni

Orðið birtist á vef RÚV 22. október 2024.

Dæmi um notkun

„Þegar ég hugsa um ritskoðun á bókum hugsa ég um þegar það er verið að banna bækur, sérstaklega í Bandaríkjunum, vegna efnis um hinsegin fólk. Eftir að ég hlustaði á þáttinn skildi ég þetta miklu betur,“ segir hún. „Rúmstokksritskoðun fannst mér betra hugtak yfir þetta. Mér finnst það náttúrulegur hluti af samfélaginu.“

RÚV 22. október 2024: Rúmstokksritskoðun: óþarfa viðkvæmni eða eðlilegur hluti af samfélagi í mótun

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni