Risaeðla
Nafnorð | Kvenkyn
- Manneskja, yfirleitt komin yfir miðjan aldur (líkamlega og/eða andlega), sem á erfitt með að tileinka sér nútíma hugsunarhætti eða tækni.
- Stofnun, fyrirtæki eða félagasamtök sem fólki finnst ekki vera í takt við tímann.
Dæmi um notkun
- Ég er svoddan risaeðla – ég kann ekkert á þetta Facebook.
- „Þetta er vandi verkalýðshreyfingarinnar: Hún er of þrjósk, og orðin að einhverri risaeðlu.“
Viðskiptablaðið 9. apríl 2017.
Vantar eitthvað?
Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.
Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.