Priksuga
Skaftryksuga.
Handryksuga með löngu skafti.
Safnhólfið/ryksugupokinn á ryksugunni er annað hvort hluti af skaftinu eða efst uppi á því.
Uppruni
Orðið var líklega fyrst notað í apríl 2020.
Dæmi um notkun
Það er allt of sóðalegt og skítugt hérna inni. Náðu í priksuguna.
Hvernig í veröldinni getur verið að okkar færustu orðasmiðir hafi ekki fundið styrkinn innra með sér til að kalla þetta það sem það raunverulega er:
— Gunnar Dofri 🇺🇦 (@gunnardofri) April 7, 2020
Priksuga pic.twitter.com/uxrang63Oi