Plöntublinda

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Aftenging fólks frá náttúrunni og vangeta til að þekkja plöntur og taka eftir þeim.

Tregða fólks til að taka eftir plöntunum í kringum okkur og að sjá ekki mun á ólíkum plöntutegundum.

Uppruni

Fyrst notað á Íslandi í júní 2020.

Dæmi um notkun

„Hugtakið plöntublinda fór fyrst að dreifast út fyrir rúmum 20 árum og var skilgreint af grasafræðingunum Elisabeth Schussler og James Wandersee sem vangeta til að sjá eða taka eftir plöntum í eigin umhverfi.“

(ruv.is, 5. júní 2020)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni