Plokka

  • Sagnorð

Fara út að skokka og tína upp rusl í sömu ferð.

Uppruni

Komst líklega fyrst í fréttir á Íslandi 31. janúar 2018. (Þá sem orðið plogga). Varð síðan vinsælt og komst í fréttir seinnihluta marsmánaðar sama ár.

Upprunnið frá Svíþjóð; bein afleiðing af sænska orðinu plogga, sem er samsetning af orðunum plocka (= tína upp) og jogga (= skokka).

Dæmi um notkun

„Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hef­ur tekið upp þá ný­stár­legu iðju að plokka (e. plogg­ing), en orðið vís­ar til þeirra sem nýta hlaupa­t­úra sína og skokk til þess að tína rusl.“

(mbl.is: Forsetinn byrjaður að plokka)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni