Liprunarbréf

  • Nafnorð

  • Hvorugkyn

Bréf sem borgaraþjónusta Utanríkisráðuneytisins gefur út á hættutímum, til dæmis á farsóttartímum.

Bréfinu er ætlað að greiða fyrir för ferðamanna til landsins ef þeir þurfa að millilenda á erlendum flugvöllum.

Uppruni

Orðið komst í fréttir 9. september 2021.

Það var líklega fyrst notað fyrr á sama ári í Skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál.

Dæmi um notkun

„Var brugðið á það ráð að gefa út svokölluð liprunarbréf sem staðfestu heimild viðkomandi einstaklings til að koma til landsins. Áður en yfir lauk urðu liprunarbréfin á þriðja þúsund en útgáfu þeirra var að mestu hætt í byrjun september.“

(Úr Skýrslu utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um utanríkis- og alþjóðamál).

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.