Lífslykill

Nafnorð | Karlkyn

Hugmynd, aðferð eða aðgerð sem nota má til að gera lífið einfaldara, skemmtilegra og árangursríkara.

Íslensk þýðing á enska hugtakinu Life hack.

Uppruni

Elstu dæmi sem hingað til hafa fundist um orðið eru frá september 2018. Upphafsmaður er óþekktur, en í janúar 2019 var orðið yfirleitt nefnt í sömu andrá og Alda Karen Hjaltalín, frumkvöðull og áhrifavaldur.

Alda Karen: Lífslykill nr. 1

Dæmi um notkun

„Hinn full­komni lífslyk­ill til að laða til sín pen­inga er að vera þakk­lát­ur fyr­ir þá. Ég sagði frá þess­um lífslykli í Hörpu í fyrra og hef fengið ein til tvenn skila­boð á mánuði frá fólki sem hef­ur prófað aðferðina og seg­ir hana virka.“
(– mbl.is: Kyssirðu peningana þína?)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

    Nafn:

    *Netfang:

    *Ábending:

    Nýjustu orðin:

    Nýjasta hlaðvarpið: