Leghafi

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sú eða sá sem hefur leg (eða kynfæri kvenna), sama af hvaða kyni hán skilgreinir sig.

Er samt ekki endilega það sama og kona, því það eru ekki allar konur með leg.

Uppruni

Fyrst notað opinberlega árið 2021, en hefur e.t.v. verið til eitthvað lengur. Elsta dæmi sem finnst við leit á Google er frá nóvember 2021. Orðið var áberandi í umræðum um jafnréttismál vorið og sumarið 2022.

Dæmi um notkun

„Sá misskilningur er áberandi í umræðunni að orðið leghafi sé samheiti við kona og eigi jafnvel að leysa það orð af hólmi í nafni einhvers pólitísks rétttrúnaðar. En það er fjarri sanni. Það eru ekki allar konur með leg.“

(Eiríkur Rögnvaldsson: Leghafar og aðrir -hafar. Málspjallið 4. júlí 2022)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni