Kulnun
Vanlíðan, þreyta eða langvinn streita tengd starfi eða áhugamáli. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna og skortur á slökun. Oft líka gleði- eða áhugaleysi yfir starfi og því sem áður var ánægjulegt.
Uppruni
Hugtakið „kulnun í starfi“ hefur verið þekkt a.m.k. síðan árið 2007, en hefur verið áberandi í daglegri umræðu og auglýsingum frá og með árunum 2017-2019.
Íslensk þýðing á hugtakinu burnout.
Dæmi um notkun
„Kulnun er ekki sjúkdómur heldur samsafn einkenna sem benda til þess að viðkomandi hafi lengi glímt við ofstreitu í starfi og sú streita sé nú farin að hafa alvarleg áhrif á vinnugleði og líðan.“