Jólasóði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Sá eða sú sem hefur jólaskraut uppi óþarflega lengi. Hengir það upp í október eða nóvember, eða fyrr, og tekur það niður í febrúar eða mars.

Oft er jólaskrautið ósmekklegt eða yfirdrifið, t.d. blikkandi ljósaseríur uppi í tré eða úti í glugga.

Uppruni

Upphafsmaður orðsins er ókunnur.

Dæmi um orðið finnast allt frá árinu 2009.

Dæmi um notkun

Þrettándinn er í dag. Ég ætla ekki að vera jólasóði og ætla því að drífa mig í að taka jólaskrautið niður.

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.