Jólasóði
Sá eða sú sem hefur jólaskraut uppi óþarflega lengi. Hengir það upp í október eða nóvember, eða fyrr, og tekur það niður í febrúar eða mars.
Oft er jólaskrautið ósmekklegt eða yfirdrifið, t.d. blikkandi ljósaseríur uppi í tré eða úti í glugga.
Uppruni
Upphafsmaður orðsins er ókunnur.
Dæmi um orðið finnast allt frá árinu 2009.
Dæmi um notkun
Þrettándinn er í dag. Ég ætla ekki að vera jólasóði og ætla því að drífa mig í að taka jólaskrautið niður.