Hormotta
Yfirvaraskegg.
Uppruni
Birtist fyrst á prenti, skv. Tímaritavefnum árið 1982, í grein um nýútkomna slangurorðabók. En hefur eflaust verið til lengur.
Síðan orðið birtist fyrst hefur það stundum verið stytt og oft er nú einungis talað um mottu. (Sbr. Mottumars).
Dæmi um notkun
Hefurðu hitt Gumma nýlega? Hann er búinn að safna þessari myndarlegu hormottu.