Herraklipping

Nafnorð | Kvenkyn

Ófrjósemisaðgerð á karlmönnum.

Uppruni

Orðið í þessari merkingu þekkist frá a.m.k. árinu 2011.

Upphafsmaður orðsins í þessari merkingu er ókunnur.

Dæmi um notkun

„Í þeim tilgangi að hamla gegn fólksfjölgun hafa yfirvöld í sambandsríkinu Rajasthan í Indlandi komið á happadrætti sem virkar þannig að þeir karlmenn sem fara í „herraklippingu“ (ófrjósemisaðgerð) komast í happadrættispott og geta þar með átt von á að hreppa ýmsa vinninga eins og 21 tommu sjónvarp, ýmis heimilistæki og síðast en ekki síst fyrsta vinninginn sem er bíll af gerðinni Tata Nano. Frá þessu er greint í Times of India.“

(Félag íslenskra bifreiðaeigenda)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?
Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Stjörnumerkt svæði krefjast útfyllingar.

    Nafn:

    *Netfang:

    *Ábending:

    Nýjustu orðin:

    Nýjasta hlaðvarpið: