Hamfarahlýnun
Hlýnun loftslags af mannavöldum, sem veldur náttúruhamförum, s.s. hækkun sjávarborðs, súrnun sjávar og meiri öfgum í veðurfari.
Uppruni
Birtist fyrst á prenti, svo vitað sé í Fréttablaðinu 1. júní 2013. Orðið var mikið notað í umræðum um umhverfisvernd og loftslagsmál árið 2019.
Dæmi um notkun
„Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum.“