Geitin

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Einhver eða eitthvað sem skarar fram úr eða er best/-ur í einhverju.

Íslensk þýðing á skammstöfuninni GOAT (G.O.A.T.) = Greatest of all time.
(En enska orðið goat merkir líka geit á íslensku).

Uppruni

Í þessari merkingu kom orðið líklega fram seinnihluta árs 2020 eða byrjun árs 2021.

Hefur verið mikið notað af íslenskum Twitter-notendum frá og með ársbyrjun 2021.

Geitin

Er þetta geitin?

Dæmi um notkun

„Samkvæmt mælingum á forritinu er inngarðurinn í gömlu verkamannabústöðunun á Hringbraut geitin, og er vel að því kominn.“

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni