Faðmflótti

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Ástand sem skapast á tímum samkomubanns, þegar viðhalda þarf ákveðinni samskiptafjarlægð.

Felst í því að fólk getur ekki faðmast eins og venjulega.

Uppruni

Var fyrst notað í mars 2020, eftir að Covid-19-veiran varð að heimsfaraldri og samkomubann var tekið í gildi.

Dæmi um notkun

„Bjartsýnismaðurinn Bragi Valdimar Skúlason gefur landsmönnum fimm góð ráð til að viðhalda vellíðan og efla tengslin á meðan samkomubann og „faðmflótti“ er í gildi.“

(Kjarninn 17. mars 2020)

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni