Efsökun

  • Nafnorð

  • Kvenkyn

Tilraun til að biðjast afsökunar, t.d. á hegðun eða framkomu.

Afsökunarbeiðni háð skilyrðum.

Afsakandinn áttar sig ekki hvers hann biðst afsökunar á, telur sig jafnvel ekki hafa gert neitt rangt. Meinar ef til vill ekkert með afsökunarbeiðninni, og úr því verður þá efsökun, t.d.: „Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað einhvern.“

Uppruni

Höfundur orðsins er óþekktur. Orðið kom sennilega fyrst fram kringum 2014-2015, skv. leit á Google.

Dæmi um notkun

„Það voru einhverjir sem gagnrýndu hana og sögðu að þetta hefði verið svona á mörkum þess að vera svokölluð „efsökun“, ekki afsökun, heldur efsökun, þ.e. ef ég hef misboðið einhverjum þá biðst ég afsökunar á því.“

(Alþingi: Róbert Marshall)

Skyld orð

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni