Dugnaðarkvíði

  • Nafnorð

  • Karlkyn

Kvíði, áhyggjur eða vanlíðan yfir því að hafa ekki nóg að gera eða vera ekki nógu dugleg(ur) eða upptekin(n) hverja einustu sekúndu dagsins.

Uppruni

Var líklega fyrst notað í maí 2023. Samkvæmt niðurstöðum á Google eru elstu niðurstöður frá 19. maí 2023.

Dæmi um notkun

„Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans.“

(Vísir.is 19. maí 2023: Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein).

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni