Dugnaðarkvíði
Kvíði, áhyggjur eða vanlíðan yfir því að hafa ekki nóg að gera eða vera ekki nógu dugleg(ur) eða upptekin(n) hverja einustu sekúndu dagsins.
Uppruni
Var líklega fyrst notað í maí 2023. Samkvæmt niðurstöðum á Google eru elstu niðurstöður frá 19. maí 2023.
Dæmi um notkun
„Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans.“