Brúðkaupsfínn

  • Lýsingarorð

Orð sem brúðkaupsgestir (eða brúðhjón) nota til að segja frá því á samfélagsmiðlum að þeir séu staddir í brúðkaupi eða í brúðkaupsveislu.

Yfirleitt notað sem skýringartexti við sjálfur af spariklæddu fólki, sem birtar eru á samfélagsmiðlum.

Forskeytinu brúðkaups- má skipta út fyrir t.d. afmælis-, útskriftar-, eða hvert sem tilefni sjálfsmyndatökunnar er.

Dæmi um notkun

„Skvísan orðin brúðkaupsfín.“

Brúðkaupsfínn

Brúðkaupsfín hjón.

Mynd: Wikipedia

Vantar eitthvað?

Vantar eitthvað upp á skýringuna? Þarf að leiðrétta hana eða breyta henni?

Sendu ábendinguna þína með forminu hér fyrir neðan.

Nafnið þitt, ef þú vilt fá svar við athugasemdinni
Takk fyrir ábendinguna. Sendingin heppnaðist með ágætum.
Eitthvað fór úrskeiðis. Reyndu aftur.